Jólafrí

Kæru nemendur, foreldrar og samstarfsfólk.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla með þökkum fyrir samskiptin og samvinnuna á árinu sem er að líða.

Skólinn hefst að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 6. janúar kl. 8:15 samkvæmt stundaskrá

Kærar kveðjur,

Skólastjórnendur

Jólaföndurdagur

Þá er desember gengin í garð með allri sinni spennu og gleði. Þann 1 desember var jólaföndurdagur hjá okkur í Hlíðarskóla sem var bæði notalegur og góður. Nokkrir nemendur byrjuðu daginn á að skreyta gluggana í Eymundsson á meðan aðrir voru í allskonar jólabrasi í skólanum.

Eftir hádegið var svo foreldrum/forráðamönnum og systkinum boðið að koma í skólann og föndra allskonar jólalegt með nemendum. Viljum við þakka ykkur kærlega fyrir komuna og var virkilega gaman að sjá svona marga foreldra mæta hér í notalegheitin. Myndir frá deginum er hægt að skoða hér.

Ýmislegt skemmtilegt er á döfinni hjá okkur í mánuðinum og hlökkum við til að deila fleiri myndum af því rétt fyrir jól en vonum að jólastressið fari ekki með ykkur í millitíðinni 🙂

Sjóræningja kastali

Um miðjan nóvember varð langþráður draumur nemenda skólans að veruleika þegar í notkun var tekinn kastali á skólalóðinni. Nemendur skólans hafa í mörg ár óskað þess að fá stærri leiktæki á svæðið og lögðu meðal annars söfnunarpening sinn í vekefnið fyrir nokkru. Fyrir valinu varð skip og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með leik nemenda þar sem skipið nýtist öllum aldri vel.

Nemendur hafa fengist við ýmis verkefni utan þeirra hefðbundnu. Má þar nefna ferð á skauta í íþróttatíma í upphafi mánaðar. Boðið var upp á kynningu á júdó hjá KA í valtíma og fór stór hópur þangað og skemmtu sér vel og tóku vel á því. Hluti nemenda völdu að kynna sér fjölbreytta starfsemi Umhverfismiðstöðvar Akureyrar og fengu þar virkilega góðar móttökur og góða kynningu á þeim fjölmörgu verkefnum sem starfsfólk miðstöðvarinnar sinnir.

Gróðurhúsið er að taka á sig mynd hér á skólalóðinni og hafa flestir nemendur komið að smíði þess. Það verður gaman þegar það verður tilbúið og við getum farið að sækja grænmeti og ber í gróðurhúsið.

Mánudagurinn 1. desember verður undirlagður af jólaundirbúningi. Nemendur vinna að margskonar verkefnum, skreyta skólastofur sínar og nokkrir nemendur fara með honum Gumma í Eymundsson og mála jólamyndir á glugga verslunarinnar. Það verkefni er fyrir löngu búið að festa sig í sessi hér í skólastarfinu og höfum við átt mjög gott samstarf við verslunina í mörg ár.

Klukkan 12.40 til 14.00 verður svo jólaföndur þar sem foreldrum er boðið að koma í skólann eiga notalega stund með börnum sínum, fara á milli og útbúa margskonar fallega muni sem boðið verður upp á að gera. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og taka þátt með börnum sínum.

Hér á þessari slóð má sjá myndir frá skólastarfinu í nóvember.

Hrekkjavaka

Haldið var upp á hrekkjavöku með pompi og prakt í skólanum líkt og hefð hefur skapast fyrir undanfarin ár. Starfsfólk tók á móti nemendum í búningum og voru flestir nemendur í búningi sömu leiðis. Starfsfólk hafði lagt mikið á sig við að búa til “draugahús” í kjallaranum á gamla dvalarheimilinu. Þar mátti sjá drauga, nornir, skelfilega trúða og fleiri verur. Umhverfið í kjallaranum hentar einstaklega vel fyrir uppsetningu draugahúss og þökkum við Akureyrarbæ kærlega fyrir lánið á húsnæðinu. Að hausti er mikill spenningur í nemendum fyrir deginum og fær starfsfólk ófáar spurningar um það hvort það verði ekki örugglega draugahús á hrekkjavökunni. 
Það var slíkt fjör að fáar myndir voru teknar en einhverjar fylgja hér með.

Fleiri myndir frá október má finna í þessu albúmi: https://photos.app.goo.gl/3gVkAceaWS9CQfRE9 Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur og hver stund nýtt til náms, úti og inni.

Þemadagar

Dagana15. og 16. október stóðu yfir hetjuþemadagar í Hlíðarskóla. Áður en dagarnir hófust  mynduðu allir nemendur sína eigin hugmynd um ofurhetju og hvaða styrkleikar einkenndu hana og hverjir veikleikar hennar væru. Þannig voru nemendur vel undirbúnir fyrir þau skemmtilegu verkefni sem biðu þeirra.

🎨 Smiðjurnar

Nemendur fóru á milli og unnu verkefni í fimm fjölbreyttum smiðjum þar sem þeir gátu látið sköpunargáfuna fljúga frjálst:

🎬 Teiknimyndasmiðja

Nemendur bjuggu til sínar eigin teiknimyndir og færðu hetjur sínar til lífs í myndum.

⚔️ Hönnunarsmiðja

Hér voru hönnuð merki, spjót, skildir og önnur áhöld sem hæfa hetjunum.

🧵 Saumasmiðja

Skikkjur og grímur voru saumaðar og bættar til að klæða hetjurnar.

🎥 Kvikmyndasmiðja

Nemendur léku, tóku upp og klipptu saman stutta kvikmynd.

🤝 Hetja hópsins

Hóparnir bjuggu til sameiginlega ofurhetju sem samanstóð af hetjum allra í hópnum.

🏆 Hetjuleikarnir

Eftir hádegi seinni daginn fóru fram spennandi hetjuleikar þar sem nemendur kepptu í fimm skemmtilegum greinum. Flestir klæddust skikkjum og grímum sem þau höfðu búið til og báru áhöld sem tilheyrði hetjunum þeirra. Keppt var í :

⚡ Stígvélakasti

🥚 Eggjahlaupi

🏃 Kapphlaupi með sandpoka og hjólbörur

🎒 Pokahlaupi

📝 Raða texta í hetjulagi rétt saman

Að hetjuleikum loknum horfði allur skólinn á stórskemmtilega stuttmynd sem allir nemendur tóku þátt í að búa til og klippa.

Allt tókst virkilega vel og var verulega gaman að fylgjast með samvinnu, sköpun og dugnaði allra nemenda þessa daga.

Við þökkum öllum nemendum, og starfsfólki fyrir frábæra þátttöku í þessum skemmtilegu þemadögum. Það er gaman að sjá samfélag skólans okkar koma saman í sköpun, gleði og samvinnu!

Fleiri myndir frá þemadögunum má sjá á slóðinni: https://photos.app.goo.gl/wQHokvRNuvJtyABU8

September

Þá er september liðinn og nýr mánuður tekinn við. Fyrsti mánuður vetrarins var fróðlegur, skemmtilegur og áhugaverður hér í Hlíðarskóla en mikið var um fjöruferðir enda erum við lukkuleg með stórbrotna náttúru í okkar nærumhverfi.

Góða veðrið er vel nýtt hér í skólanum þar sem við erum úti í frímínútum, bjóðum uppá mikla útikennslu og erum með útiíþróttir út september. Við tókum einn íþróttatíma í Kjarnaskógi og einn uppá Jaðarsvelli í gólfi sem heldur betur slógu í gegn. Í útikennslu hefur meðal annars verið poppað yfir eldi, grillað banana, unnir í tréhúsi, raða upp í eldstæði og farið í fótbolta. Fleiri myndir er hægt að skoða hér.

Fyrstu vikurnar í skólastarfinu – fjölbreytt og gefandi nám

Fyrstu vikur skólaársins 2025-2026 hafa einkennst af fjölbreyttri starfsemi þar sem nemendur og starfsfólk hafa nýtt gott veður og tækifæri til að læra utan veggja skólastofunnar. Skólasetningin fór fram 22.ágúst og í kjölfarið hefur farið fram spennandi útinám sem á að hjálpa okkur að mynda tengsl, þjálfa okkur í félagsfærni og samvinnu.

Útikennsla og náttúruupplifun

Nemendur hafa farið í fjölbreyttar náttúruferðir þar sem þeir hafa fengið að upplifa íslenska náttúru í allri sinni fegurð. Ferðir í fjöruna í Skjaldarvík hafa veitt tækifæri til að rannsaka lífríki fjörunnar og síðan var farið í sjóferð með Húna II þar sem við fræddumst um lífríkið í sjónum, fengum að veiða og síðan var aflinn grillaður. Við vorum með göngudag þar sem við gengum frá mjólkursamsölunni og yfir í Kjarnaskóg þar sem við fórum í leiki og enduðum á grillveislu.

Vettvangsferðir og hagnýt nám

Meðal spennandi verkefna hefur verið ferð þar sem nemendur fengu að taka þátt í hagnýtri starfsemi við vötn og læki. Veiddu krakkarnir síli í háfa og settu í ílát. Slík verkefni kenna nemendum mikilvægi umhvernisvitundar og gefa þeim tækifæri til að sjá hvernig náttúrufræði tengist daglegu lífi.

Skólaárið fer vel af stað

Fyrstu vikurnar sýna vel hvað skólinn leggur áherslu á – að nám á sér stað víða, ekki bara í kennslustofum, og að mikilvægt er að efla samkennd og upplifa náttúru landsins. Byrjunin á skólaárinu fer heilt yfir vel á stað þó svo að það séu nóg af áskorunum til að takast á við. Við höldum ótrauð áfram og munum flytja ykkur frekari fréttir af skólastarfinu þegar fram líða stundir.


Hér má sjá fleiri myndir úr skólastarfinu

Skólasetning

Hliðarskóli verður settur föstudaginn 22.ágúst klukkan 10:30 í matsal skólans.

Nemendur fá stundatöflur sínar og tímaáætlun skólabílsins og fleiri gagnlegar upplýsingar um skólastarfið.

Bjóðum nýja og eldri nemendur og foreldra þeirra hjartanlega velkomin og hlökkum til samstarfsins næstkomandi vetur.

Skólaslit og fleira skemmtilegt

Mikið hefur drifið á daga nemenda Hlíðarskóla.

Apríl var frekar viðburðarlítill fyrir utan við að stelpunum var boðið að skoða Flugskóla Akureyrar þar sem þær fengu að prufa flughermi ásamt kynningu á náminu og samtökunum Flugsystur (linkur fyrir þá sem vilja kynna sér flugsystur). Meðal mynda af stelpunum eru nokkrar úr bryggjuvinnu, frímínútum og göngu í Hálsaskógi (myndir hér).

Maí er ávalt viðburðarmikill í Hliðarskóla og var margt skemmtilegt brallað fyrir utan við skólaferðalögin. Tveir lögregluþjónar kíktu í heimsókn að svara ýmsum spurningum nemenda. Nemendum í 6. bekk var boðið á Hælið að skoða sýninguna um Berklana og þótti mjög áhugaverð. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands bauð nemendum í stofu 2 í Hof á sýninguna Pétur og úlfurinn og stofa 1 ásamt einum úr stofu 2 var boðið á leiksýninguna Orra óstöðvandi í Samkomuhúsinu. Nú í byrjun júní fóru nemendur í tvennu lagi á Iðnaðarsafnið og fengu þar að sjá nýju sýninguna um Útgerðarfélag Akureyringa sem varð 80 ára á dögunum ásamt öðrum mjög áhugaverðum sýningum hjá þeim. Myndir úr maí og júní starfinu okkar er að finna hér.

Skólaferðalögin slógu heldur betur í gegn þetta árið og gengu vel. Eldri deildin þvældist í Eyjafirði með tilheyrandi stoppi í sveit þar sem nemandi hafði tengingu þangað, Hælið á Kristnesi, leikfanasafnið, gokarti, frystihús Samherja á Dalvík og skoða sig um á Hjalteyri (myndir hér).

Yngri deildin fór í Skagafjörð í sínu skólaferðalagi með tilheyrandi stoppi á Dalvík og Siglufirði. Þeir nemendur fóru á Síldarminjasafnið, skoðuðu græjur björgunarsveitarinnar á Dalvík, Grettislaus, 1238 safnið og komu við á sveitabæ að skoða lömb (myndir hér).

Í dag voru skólaslit hjá okkur með tilheyrandi hátíðarbrag. Valdi hélt fallega ræðu og rifjaði upp skólaárið og kennarar þökkuðu nemendum fyrir veturinn. Skólaslit reynast stundum erfið þar sem ávalt eru einhverjir nemendur sem fara yfir í annan skóla eða skólastig og kveðjum við þá nemendur með stolti og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni. Einnig verða starfsmannabreytingar næsta vetur þar sem þrír kennarar færa sig um stað í annan skóla, þau Baldur, Bryndís og Karl. Viljum við þakka þeim fyrir frábært starf og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni (myndir úr skólaslitum hér).

Viljum við þakka nemendum, foreldrum og öðrum aðstandendum fyrir frábæran vetur og óska ykkur gleðilegs sumars. Hlökkum til að sjá og vinna með ykkur næstkomandi vetur.

Skólaslit

Skólaslit Hlíðarskóla fara fram í húsnæði skólans fimmtudaginn 5. júní klukkan 10.00.

Ekki verður rúta fyrir nemendur þann dag og er gert ráð fyrir að nemendur komi í fylgd foreldra.

1 2 3 15